Félag umhverfisfræðinga

Félag umhverfisfræðinga var stofnað 24. febrúar 2007. Félagið er fagfélag háskólamenntaðra umhverfis- og auðlindafræðinga og annarra fræðimanna á sviði umhverfismála. Markmið félagsins eru að einkum tvennskonar: annars vegar að efla faglega og vísindalega þekkingu félagsmanna og koma á tengslamyndun þeirra á milli, og hins vegar að stuðla að og efla umræðu og fræðslu um umhverfismál í þjóðfélaginu. Þá stefnir félagið að því að auka innlent og alþjóðlegt samstarf á þessum vettvangi.

Félag umhverfisfræðinga hefur frá stofnun þess staðið fyrir málþingum og ráðstefnum er varða umhverfismál, ýmist eitt sér eða í félagi við aðra. Félagið hefur fengið til umsagnar frumvörp og drög að reglugerðum sem varða umhverfismál.
Lögð er áhersla á kynningu á starfsemi félagsins fyrir nemendum við alla háskóla sem sinna kennslu á þessu svið en þeir eru í dag Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri.

Félagar starfa í flestum geirum þjóðfélagsins, við rannsóknir, ráðgjöf, kennslu, eftirlit og svo mætti lengi telja.

Hægt er að hafa samband við félagið og skrá sig á póstlista þess í gegnum tölvupóst á umhverfisfraedingar@gmail.com.

FUMÍ á Facebook

Stjórn FUMÍ

Ragnhildur Freysteinsdóttir, formaður
Birgitta Stefánsdóttir, gjaldkeri
Auður Magnúsdóttir, ritari
Birgitta Steingrímsdóttir
Elva Rakel Jónsdóttir

Varastjórn:
Nína M. Saviolidi